Innlent

Spurt um trúverðugleika

Össur Skarphéðinsson þykir koma frekar vel út úr árinu 2004 - innan Samfylkingarinnar að minnsta kosti: "Össur hefur frekar styrkt stöðu sína en hitt, það er að segja í valdabaráttu við Ingibjörgu Sólrúnu. Út á við er alltaf spurning um trúverðugleika hans. En flokkurinn virðist nokkuð stöðugur í meira en 30 prósentum", segir Egill Helgason. Jóhanna Vigdís tekur undir það: "Össur virðist hafa verið í góðum gír á árinu." Pétur Gunnarsson er ósammála: "Össur er ekki að ná tökum á sínu hlutverki og bommertur hans eru legíó."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×