Innlent

Búist við ofsaveðri

Gert er ráð fyrir suðvestan og vestan ofsaveðri, eða 23-28 metrums á sekúndu, á Suður- og Vesturlandi um tíma síðdegis að sögn Veðurstofunnar. Búist er við að veðrið bresti á á tímabilinu frá klukkan 16 til 18 og að það muni vara í eina til tvær klukkustundir með ofankomu og slæmu skyggni. Eftir það mun lægja nokkuð. Að sama skapi má reikna með vestan- og norðvestan 20-25 m/s með snjókomu og skafrenningi norðan- og austanlands síðar í kvöld, eða á milli klukkan 21 og 24. Veðurútlit verður endurskoðað klukkan 12.45 og aftur klukkan 16 og er fólk beðið að fylgjast frekar með veðurfregnum og fréttum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×