Meta ákvörðun Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira