Sigrún er húkkuð á skokkinu 30. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra." Heilsa Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra."
Heilsa Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira