Lífræn ræktun 30. ágúst 2004 00:01 Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn. Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn.
Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira