Spurningar um fréttamennsku Egill Helgason skrifar 5. nóvember 2004 00:01 Heill og sæll Egill Það er einkennilegt að þegar frétt er sögð í útlöndum finnst okkur hér á Íslandi að um "raunverulega" frétt sé að ræða en þegar sama frétt er sögð hér á landi þá er hún ekki frétt þótt hún hafi komið langt á undan erlendu fréttinni. Við höfum náttúrulega lengi vitað að menn eru ekki spámenn í eigin löndum auk þess sem það hefur nú loðað við okkur Íslendinga að telja alla hluti í útlöndum merkilega og að sama skapi ómerkilega hér heima. En samt, rétt skal vera rétt: Þetta skrifar þú á þína ágætu síðu stuttu eftir þátt þinn um síðustu helgi: "Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum." Þið eruð sammála um að einkennilegt sé að ekki hafi verið fjallað um þessa skýrslu hér á landi. Ykkur til upplýsingar sendi ég þér byrjanir á fréttum sem ég gerði fyrir Sjónvarpið dagana 9. og 12. september síðastliðna: Inngangur:Hlýnun norðurskautssvæðisins mun hafa gífurleg áhrif samkvæmt skýrslu um loftslagsbreytingar í kringum Norðurpólinn sem 250 sérfræðingar hafa unnið að á síðastliðnum árum fyrir tilstilli Norðurheimskautsráðsins. Byrjun fréttar:Í skýrslunni sem verður kynnt í Reykjavík í nóvember kemur meðal annars fram að hlýnunin á norðurslóðum er örari heldur en menn voru að reikna með. Þetta kemur til dæmis til af því að ís hefur horfið og þar tekur sjórinn við miklum hita. Ísinn endurkastaði áður frá sér sólarljósinu og líka ylnum sem kemur af sólinni en sjórinn tekur bara við hitanum. Skýrslan í heild sinni verður um 18 kaflar og 1.400 síður. Helstu niðurstöður eru þær að hlýnun er mjög hröð um þessar mundir í kringum Norðurskautið. Búist er við enn meiri hlýnun eða hækkun á meðalhita um 3-9 gráður á næstu 100 árum. Þetta mun hafa áhrif um allan heim og hægja á hafstraumum eins og Golfstraumnum sem jafna hita um allan hnöttinn. Þá kemur fram í skýrslunni að tré muni vaxa norðar en nú, minni ís mun gera svæðið verri bústað fyrri ísbirni, rostunga, seli og sjófugla auk þess að breyta fiskigengd. Þá munu strandsvæði fara illa sökum ísleysis en ísinn hefur verndað strendurnar fyrir stormum og óveðri. Þiðnun jarðvegs mun hafa áhrif á samgöngur og byggingar og þá mun aukning útfjólublárra geisla hafa áhrif á unga fólkið á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni en hún verður kynnt í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi og síðan mun Norðurskautsráðið hittast á Akureyri og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður sé ekki of seint að bregðast við. (þarna var síðan rætt við Bob Corell). Önnur frétt: Inngangur:Hlýnun norðurskautsins er hraðari og meiri um þessar mundir en reiknað hafði verið með. Það sem hefur gerst á svæðinu síðastliðin 10 ár er fyrirboði þess sem að mun gerast annars staðar á hnettinum næstu 25 ár. Þetta var rætt á sjöttu ráðstefnu Þingmannasamtaka norðurskautssvæðisins um helgina í Nuuk á Grænlandi. Byrjun fréttar:Í yfirlýsingu ráðstefnunnar hér í Nuuk var samþykkt að fara fram á það við ríkisstjórnir norðurskautslandanna og við Evrópusambandið að hefja þegar í stað stefnumótun og koma með tillögur til að bregðast við vandanum vegna loftslagsbreytinganna og þeirrar staðreyndar að hlýnunin er miklu hraðari en menn bjuggust við. Í skýrslunni kemur fram að hlýnunin stafi fyrst og fremst af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna brennslu olíu og kola, það er að segja vegna gróðurhúsaáhrifa. Fram kemur að nú þegar sé hlýnunin farin að hafa veruleg áhrif á norðurslóðum auk þess sem hún sé fyrirboði um það sem muni gerast annars staðar í heiminum næsta aldarfjórðunginn ef ekkert verður að gert. Fram kemur að menn óttast bráðnum Grænlandsjökuls meira en áður, að jökullinn muni hverfa á einungis 300 til 400 árum í stað þúsund ára sem áður var talið. Það þýði að yfirborð sjávar í öllum heiminum hækki um 1 metra á hverjum 50 árum. (þarna var líka rætt við Bob Carell, einnig var í fréttunum rætt við Sheila Watt-Cloutler, forseta samtaka Inuita á norðurslóðum og Sigríði Önnu Þórðardóttur þá verðandi umhverfisráðherra). Fréttir um þessa skýrslu höfðu reyndar einnig birst í öðrum löndum töluvert á undan mínum fréttum þannig að þetta var ekkert skúbb af minni hálfu, svo það sé á hreinu. Eigi að síður vekur þetta upp ýmsar spurningar um blaðamennsku á Íslandi. Ekki satt? Með bestu kveðju G. Pétur Matthíasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Heill og sæll Egill Það er einkennilegt að þegar frétt er sögð í útlöndum finnst okkur hér á Íslandi að um "raunverulega" frétt sé að ræða en þegar sama frétt er sögð hér á landi þá er hún ekki frétt þótt hún hafi komið langt á undan erlendu fréttinni. Við höfum náttúrulega lengi vitað að menn eru ekki spámenn í eigin löndum auk þess sem það hefur nú loðað við okkur Íslendinga að telja alla hluti í útlöndum merkilega og að sama skapi ómerkilega hér heima. En samt, rétt skal vera rétt: Þetta skrifar þú á þína ágætu síðu stuttu eftir þátt þinn um síðustu helgi: "Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út - en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin. Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum." Þið eruð sammála um að einkennilegt sé að ekki hafi verið fjallað um þessa skýrslu hér á landi. Ykkur til upplýsingar sendi ég þér byrjanir á fréttum sem ég gerði fyrir Sjónvarpið dagana 9. og 12. september síðastliðna: Inngangur:Hlýnun norðurskautssvæðisins mun hafa gífurleg áhrif samkvæmt skýrslu um loftslagsbreytingar í kringum Norðurpólinn sem 250 sérfræðingar hafa unnið að á síðastliðnum árum fyrir tilstilli Norðurheimskautsráðsins. Byrjun fréttar:Í skýrslunni sem verður kynnt í Reykjavík í nóvember kemur meðal annars fram að hlýnunin á norðurslóðum er örari heldur en menn voru að reikna með. Þetta kemur til dæmis til af því að ís hefur horfið og þar tekur sjórinn við miklum hita. Ísinn endurkastaði áður frá sér sólarljósinu og líka ylnum sem kemur af sólinni en sjórinn tekur bara við hitanum. Skýrslan í heild sinni verður um 18 kaflar og 1.400 síður. Helstu niðurstöður eru þær að hlýnun er mjög hröð um þessar mundir í kringum Norðurskautið. Búist er við enn meiri hlýnun eða hækkun á meðalhita um 3-9 gráður á næstu 100 árum. Þetta mun hafa áhrif um allan heim og hægja á hafstraumum eins og Golfstraumnum sem jafna hita um allan hnöttinn. Þá kemur fram í skýrslunni að tré muni vaxa norðar en nú, minni ís mun gera svæðið verri bústað fyrri ísbirni, rostunga, seli og sjófugla auk þess að breyta fiskigengd. Þá munu strandsvæði fara illa sökum ísleysis en ísinn hefur verndað strendurnar fyrir stormum og óveðri. Þiðnun jarðvegs mun hafa áhrif á samgöngur og byggingar og þá mun aukning útfjólublárra geisla hafa áhrif á unga fólkið á svæðinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni en hún verður kynnt í Reykjavík 9. nóvember næstkomandi og síðan mun Norðurskautsráðið hittast á Akureyri og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður sé ekki of seint að bregðast við. (þarna var síðan rætt við Bob Corell). Önnur frétt: Inngangur:Hlýnun norðurskautsins er hraðari og meiri um þessar mundir en reiknað hafði verið með. Það sem hefur gerst á svæðinu síðastliðin 10 ár er fyrirboði þess sem að mun gerast annars staðar á hnettinum næstu 25 ár. Þetta var rætt á sjöttu ráðstefnu Þingmannasamtaka norðurskautssvæðisins um helgina í Nuuk á Grænlandi. Byrjun fréttar:Í yfirlýsingu ráðstefnunnar hér í Nuuk var samþykkt að fara fram á það við ríkisstjórnir norðurskautslandanna og við Evrópusambandið að hefja þegar í stað stefnumótun og koma með tillögur til að bregðast við vandanum vegna loftslagsbreytinganna og þeirrar staðreyndar að hlýnunin er miklu hraðari en menn bjuggust við. Í skýrslunni kemur fram að hlýnunin stafi fyrst og fremst af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu vegna brennslu olíu og kola, það er að segja vegna gróðurhúsaáhrifa. Fram kemur að nú þegar sé hlýnunin farin að hafa veruleg áhrif á norðurslóðum auk þess sem hún sé fyrirboði um það sem muni gerast annars staðar í heiminum næsta aldarfjórðunginn ef ekkert verður að gert. Fram kemur að menn óttast bráðnum Grænlandsjökuls meira en áður, að jökullinn muni hverfa á einungis 300 til 400 árum í stað þúsund ára sem áður var talið. Það þýði að yfirborð sjávar í öllum heiminum hækki um 1 metra á hverjum 50 árum. (þarna var líka rætt við Bob Carell, einnig var í fréttunum rætt við Sheila Watt-Cloutler, forseta samtaka Inuita á norðurslóðum og Sigríði Önnu Þórðardóttur þá verðandi umhverfisráðherra). Fréttir um þessa skýrslu höfðu reyndar einnig birst í öðrum löndum töluvert á undan mínum fréttum þannig að þetta var ekkert skúbb af minni hálfu, svo það sé á hreinu. Eigi að síður vekur þetta upp ýmsar spurningar um blaðamennsku á Íslandi. Ekki satt? Með bestu kveðju G. Pétur Matthíasson
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun