Netaðgangur og nauðhyggja Símans 18. nóvember 2004 00:01 Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skyldur Símans - Björgvin G. Sigurðsson Aðgengi að fyrsta flokks netaðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á búsetu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggðin annars flokks og ekki samkeppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunnþarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettenginu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjárhættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða nettengingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjarskiptabyltingarinnar. Þessar tölur koma fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunverulegri þátttöku í þjóðfélaginu, fjarnámi, fjarvinnslu og öllu viðunandi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýsingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðarlaga, heldur ekki síður þær tugþúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heilsárshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóðarinnar heldur harðsvírað gróðafyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breytinga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir landsmenn eigi kost á háhraða nettengingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasamfélagi rétt eins orkuveita og símaþjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasamfélagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrirtækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraðatengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til búsetu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu samfélagsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun