Niðurskurður umdeildur í Framsókn 28. nóvember 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag. Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Jónína Bjartmarz, þingmaður flokksins, segist ekki styðja ákvörðun fjárlaganefndar. Hún segir skrifstofuna vera einstaka aðhaldsstofnun og hún þurfi að fá fé til rekstursins frá Alþingi til að hún haldi sjálfstæði sínu. Samkvæmt tillögum fjárlaganefndar þarf skrifstofan nú að sækja um fé í átta milljóna króna sjóð sem dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra veita úr. Fram til þessa hefur skrifstofan fengið átta milljónir króna ár hvert með fjárlögum. Jónína segir að skrifstofan eigi ekki að þurfa að sækja fé til framkvæmdavaldsins sem hún hefur eftirlit með. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist vilja ræða tillöguna innan þingflokksins. Hann vilji fá svör við ýmsum spurningum áður en hann geti stutt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Hann segir það sína skoðun að skrifstofan eigi að vera óháð framkvæmdavaldinu. Hún eigi að geta staðið á eigin fótum án þess að vera komin undir velvild framkvæmdavaldsins. "Ég mun því óska eftir útskýringum á því hvers vegna breytingin er talin nauðsynleg," segir Kristinn. "Ég sé svarið ekki í fljótu bragði." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skrifaði minnisblað sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina árið 1998 sem utanríkisráðherra þar sem sagði að mikilvægt væri að undirstrika sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands og auka fjárframlög til hennar. Þá vildi hann einnig að fjárstuðningur við skrifstofuna yrði greiddur beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins. Það virðist ganga þvert á tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram breytingatillögu þar sem gert er ráð fyrir að skrifstofan fái 9 milljóna króna framlag til reksturs. Tillagan verður afgreidd við þriðju umræðu fjárlaga á föstudag.
Fjárlagafrumvarp 2005 Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira