Erlent

Ágreiningur um Íraksstríðið

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að vissulega sé ágreiningur milli Breta og Frakka um réttmæti Íraksstríðsins en það sé bara ágreiningur.Blair og Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, funduðu í London í gær. Eftir fundinn tók Chirac undir orð Blairs. "Sagan mun skera úr um það hvorir hafa rétt fyrir sér um Írak," sagði Chirac. Blair sagði að þrátt fyrir ágreininginn um Írak hefðu löndin unnið saman og ynnu saman í mörgum öðrum málum. Tók hann sem dæmi samvinnu þeirra á Balkanskaganum, í Afganistan og sameiginlega afstöðu þeirra til Írans og varna Evrópu. Ráðherrarnir voru spurðir út í ástandið í Mið-Austurlöndum eftir andlát Jassers Arafat. Chirac sagði að bæði Frakkar og Bretar teldu að nú væri tækifæri til að stilla til friðar. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að gera allt sem í valdi þess stæði til að tryggja framgang friðarferlisins og kosninganna í Palestínu í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×