Greiddu fyrir vegtyllurnar 12. nóvember 2004 00:01 Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira