Viðræður við þingnefnd nauðsyn 8. júlí 2004 00:01 "Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
"Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn bandaríska þingsins ef tryggja á framtíð varnarsamningsins," segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmálum Bandaríkjanna og stjórnarformaður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslitavald um ákvarðanir. "Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið," segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fundarins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðaráform þeirra eru varðandi varnarsamninginn. "Það væri sterkur leikur að Íslendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar er eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leita við að uppfylla óskir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo," segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. "Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakkar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum," segir Hipp. "Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning," segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefndin muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. "Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mikinn áhuga á að veita löndum aðstoð sem hafa sýnt Bandaríkjunum stuðning sinn," segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar um. Hins vegar verði Íslendingar að bregðast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira