Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, Jón Árni Rúnarsson, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna á sjö ára tímabili í starfi sínu hjá skólanum. Hann var hins vegar dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa í starfi sínu sem skólastjóri, á tímabilinu 1994 til 2001, dregið sér alls 28.784.170 krónur af svonefndu endurmenntunargjaldi sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Fjártökur ákærða komu ekki fram þar sem fullnægjandi bókhald var ekki haldið um það hvernig eftirmenntunargjaldið skilaði sér til reksturs skólans. Skólastjórinn fyrrverandi neitaði sök og krafðist sýknu. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að Jón Árni hafi að einhverju leyti blandað saman eigin útgjöldum og útgjöldum Viðskipta- og tölvuskólans sem hann var einnig í forsvari fyrir. Hafi hann m.a. staðið straum af ýmsum kostnaði af hálfu skólans og fengið hann endurgreiddan síðar með því að hann hafi ýmist verið greiddur honum, eða færður honum til inneignar á viðskiptareikningi hjá skólanum. Launagreiðslur til ákærða sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans hafi að einhverju leyti verið með þeim hætti að skólinn hafi staðið straum af persónulegum útgjöldum hans, í stað þess að greiða honum laun með venjulegum hætti. Dómurinn sýknaði Jón Árna af ákæru um tugmilljóna króna fjárdrátt en taldi yfirgnæfandi líkur á því, með hliðsjón af tæknirannsókn Ríkislögreglustjóra, að hann hefði breytt fjárhæð á pöntunareyðublaði úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og þannig svikið fé út úr skólanum. Ákærði sagði hins vegar við yfirheyrslur að bókari Viðskipta- og tölvuskólans hefði fyrir mistök fært eyðublaðið ákærða til tekna í bókhaldi skólans. Jón Árni lét af störfum í skólanum í upphafi ársins 2002 og segir í Héraðsdómi að honum hafi ekki getað dulist að honum hafi ranglega verið færðar til tekna fyrrgreind upphæð. Þá verði ekki heldur fram hjá því horft að honum hafi borið, sem skólastjóra Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa eftirlit með fjárreiðum skólans og fylgjast með bókhaldi. Dómurinn taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var gert að greiða 1/10 hluta alls sakarkostnaðar, þar með talið 1/10 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns að upphæð 850.000 króna. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, úr ríkissjóði.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira