Lífið

Feita leikkonan í sjónvarpið

Leikkonan Kirstie Alley, sem sló í gegn í Staupasteini á sínum tíma, ætlar leika í nýjum raunveruleikaþætti sem kallast Fat Actress. Alley, sem er 53 ára, hefur bætt nokkrum aukakílóum á sig síðan hún lék í Staupasteini, Veronica´s Closet og Look Who´s Talking-myndunum. Í kjölfarið hafa bandarísk slúðurblöð verið ófeimin við að birta myndir af henni þar sem ekki fer á milli mála að hún er feitari en áður. "Alley er tilbúin til að opna sig fyrir almenningi og gera grín að sjálfri sér," sagði Brenda Hampton, annar handritshöfunda þáttarins. "Hún hefur mjög gott skopskyn, er frábær gamanleikkona og ákaflega gáfuð." Þátturinn, sem verður að hluta til leikinn af fingrum fram, verður í anda þáttarins Curb Your Enthusiasm sem hefur notið mikilla vinsælda. "Hann verður samt dálítið öðruvísi því ég held að konur víðsvegar um landið geti séð sjálfar sig í henni," sagði Hampton um nýja þáttinn. "Það er erfitt að losa sig við aukakílóin og koma sér í ástarsamband, sama hvar þú býrð. Það er ennþá erfiðara þegar þú ert í sviðsljósi fjölmiðlanna."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.