Lífið

Merking litanna

Nú þegar margir hverjir nota fríið sitt í að mála er rétt að gefa því gaum hvaða merkingu litirnir hafa og hvaða áhrif þeir eru sagðir hafa á skapsferli okkar. Við ætlum því í komandi blöðum að rekja aðeins merkingu litanna og byrjum á rauðum. Rauður er litur elds og blóðs svo hann er að jafnaði tengdur orku, stríði, hættu, styrk, krafti, ákveðni sem og ástríðum, þrá og ást. Rauður er mjög tilfinningalega krefjandi litur. Í eðli sínu tengist hann innviðum mannslíkamans svo mjög að hann hefur áhrif á líðan fólks, til dæmis hraðar á öndun og hækkar blóðþrýsting. Rauður sést langt að, sem útskýrir af hverju stöðvunarmerki, stöðvunarljós og brunavarnarútbúnaður er í rauðum lit. Rauður hefur líka þótt standa m.a. fyrir hugrekki enda má hann finna í mörgum þjóðfánum. Rauður færir texta og skilaboð fram í forgrunn. Hann er því mikið notaður í að hvetja fólk til skyndiákvarðana varðandi kaup eða aðgerða. Rauður er einnig mikið notaður til að kveikja erótískan undirtón (rauðar varir, rauðar neglur, rauð ljós o.fl.) en einnig er hann notaður til að gefa yfirvofandi hættu til kynna. Rauður er tengdur orku, krafti og líkamlegu atgerfi eins og framleiðendur orkudrykkja, vélhjóla og sportbíla hafa glögglega nýtt sér í gegnum tíðina. Ljósrauður stendur fyrir gleði, ástríður, næmni og ást Bleikur lýtur að rómantík, ást, vináttu og upphefur kvenlega kosti og gildi. Dökkrauður er tengdur við ákveðni, viljastyrk, reiði, leiðtogahæfileika, hugrekki, þrá og fláræði. Brúnn túlkar öryggi og upphefur karllæg gildi og kosti. Rauðbrúnn er að jafnaði tengdur við uppskerutímann og haustið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.