Nærfataframleiðandinn Victoria´s secret hefur nú hannað heila nærfatalínu sem höfðar til stúlkna á aldrinum 18-22 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem Victoria´s secret hannar heila nærfatalínu sérstaklega fyrir þennan aldurshóp. Framleiðandinn valdi tuttugu stúlkur á þessum aldri til að vera talsmenn línunnar í skólum yfir gervöll Bandaríkin. Línan heitir Pink eða Bleikt en er þó ekki öll bleik heldur alveg einstaklega stelpuleg. Í línunni má finna nærbuxur í skærum litum og mikið af bómullarnáttfötum svo eitthvað sé nefnt. Nærföt Victoria´s secret er hægt að panta á vefnum shopusa.is
Tíska og hönnun