Ragnheiður komst ekki áfram
Ragnheiður Ragnarsdóttir var langt frá sínu besta í 100 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun og komst ekki áfram í úrslit. Hún varð í 40. sæti af fimmtíu keppendum. Ragnheiður var langt frá Íslandsmeti sínu sem er 56,77 sekúndur og synti á 58,47 sekúndum.