Vill sjá sátt 5. júlí 2004 00:01 "Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira