Innlent

Lagalega umdeilanlegt

"Þetta er lausn sem er upphaflega komin frá Sigurði Líndal en þá var gert ráð fyrir að lögin yrðu dregin til baka," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði. "Fyrst svo er ekki myndi ég halda að þjóðaratkvæðagreiðslan þyrfti að fara fram. Það á að standa hreinlega að málunum og ekki vera að gera eitthvað sem er frá lagalegu sjónarmiði umdeilanlegt. Alþingi er búið að samþykkja lög og þá myndi ég halda að ríkisstjórnin gæti dregið þau til baka. Þess í stað eru þeir að breyta lögunum í smáatriðum. Þeir eru að tala um samráð við stjórnarandstöðuna en það er ekkert samráð um það hvernig er að staðið að þessu máli, þannig að það er verið að stilla fólki upp við vegg. Hins vegar sýnist mér líka að Halldór Ásgrímsson sé orðinn forsætisráðherra og Davíð sé í raun hættur. Þeir hafa augsýnilega ekki náð samkomulagi um hvernig ætti að hegða þjóðarakvæðagreiðslu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×