Viðskipti innlent

Veruleg lækkun lyfjaverðs

Heilbrigðisráðherra vonast til að almenningur finni rækilega fyrir verðlækkunum á lyfjum í kjölfar samnings stjórnvalda við lyfjaheildsala. Lækkanir gætu numið á þriðja tug prósenta eftir tvö ár. Heilbrigðisráðherra hugðist með harkalegum aðgerðum fyrr á árinu knýja fram verulega lækkun lyfjakostnaðar. Við þær var hætt eftir að lyfjaheildsalar gengu til samninga við stjórnvöld í vor. Fyrstu verðlækkanir á grundvelli þeirra samninga tóku gildi nú um mánaðamótin en á blaðamannafundi í dag skýrðu samningsaðilar frá því að heildarverðlækkunin nemi liðlega 1100 milljónum króna á ári. Apótekin, það er smásalarnir, eru þó ekki með. Nærri tveir þriðju fjárhæðarinnar koma fram í sparnaði hjá Tryggingastofnun ríkisins. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra segir að almenningur muni eigi að síður verða var við lækkunina. Hann vonaði þó að smásalarnir tækju af mönnum afslættina og vildi hann ekki trúa því að það gæti gerst. En þetta er aðeins byrjunin því ráðherrann hefur sett það markmið að lyfjaverð til almennings verði á næstu tveimur árum sambærilegt við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×