Lífið

Ekkert á móti nútímaþægindum

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður á í nokkrum vandræðum með að nefna einhverja eina græju á heimilinu sem algert uppáhald. Hún getur ekki gert upp á milli. "Ætli það séu ekki þvottavélin, þurrkarinn og uppþvottavélin? Þessi tæki eru öll ómissandi til að létta heimilisstörfin, ekki síst þar sem mörg börn eru," segir hún og talar af reynslu sem fjögurra barna móðir. Margrét kveðst ekkert spá í af hvaða gerð tækin séu, hún viti það ekki einu sinni. Aðalatriðið sé að þau gangi smurt. "Mér fannst alger bylting að eignast þurrkara. Hann sparar svo mörg handtök," segir hún en tekur fram að hún sé samt ekkert fyrir óþarfa lúxus á heimilinu og þó hún sé með síma og hljómtæki gæti hún hugsað sér að lifa án þess konar búnaðar. Ekki hugnast henni þó tillaga um að taka upp frumstæðan lífsstíl formæðranna er notuðust við ýmis áhöld sem nú eru geymd á Þjóðminjasafninu. "Þó svo ég starfi við fornminjavörslu þýðir það ekki að ég sé á móti nútímaþægindum," segir hún hlæjandi. "Maður lifir sig ekki svo inn í starfið."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.