Borg ljónanna 21. október 2004 00:01 Það var góð tilfinning að finna fast land undir fótum sér á ný eftir tæplega sólarhrings ferðalag frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Landið tók á móti okkur með glampandi sól og raka í lofti og maður furðaði sig á því hvernig nokkur maður gæti unnið handtak í þessum hita. Singapúr, eða borg ljónanna á máli innfæddra, er í raun ein borg á einni eyju þar sem fólk af ólíkum uppruna hefur fest rætur. Íbúar Singapúr eru flestir af kínverskum eða malasískum uppruna en landið, sem öðlaðist sjálfstæði árið 1965, hafði fram að því verið undir stjórn annarra ríkja svo sem Bretlandi, Japan og Malasíu. Í Singapúr er mannlífið því fjölbreytt og borgin iðar af lífi, hvort sem er að nóttu eða degi. Í indverska hverfinu, Little India, einkenndist loftið af framandi kryddum og fögrum litum og sari var til sölu í öðrum hverjum bás. Það var alltaf stutt í brosið og foreldrar stilltu stoltir upp börnum sínum þegar beðið var um mynd. Í kínverska hverfinu, Chinatown, voru einnig góðar móttökur. Þar var að finna mikið af framandi mat, meðal annars grillkjúklingur í þunnum plötum sem reyndist vera hið besta nart á milli mála. Singapúr er um margt ólíkt nágrannalöndum sínum en hagsæld er mun meiri en í mörgum öðrum asískum ríkjum. Sökum þessa einkennist borgin af gríðarlega háum byggingum og turnum, endalausum verslunarmiðstöðvum og alþjóðlegu yfirbragði. Það ríkir mikill agi í samfélaginu og er lögreglan í nánu samstarfi við leigubílstjóra sem eru hálfgerðir leynilögreglumenn og ber þeim að tilkynna lögreglunni ef þeir sjá eitthvað grunsamlegt. Stór hluti kennara er einnig lögreglumenntaður en slíkt er álitið mikilvægur liður í að halda uppi aga í skólum landsins. Það er kannski eitthvað sem við Íslendingar gætum tekið okkur til fyrirmyndar og eflaust ekki úr vegi að bæta nokkrum löggunámskeiðum inn í almennt kennaranám á Íslandi. Ferðalög Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það var góð tilfinning að finna fast land undir fótum sér á ný eftir tæplega sólarhrings ferðalag frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Landið tók á móti okkur með glampandi sól og raka í lofti og maður furðaði sig á því hvernig nokkur maður gæti unnið handtak í þessum hita. Singapúr, eða borg ljónanna á máli innfæddra, er í raun ein borg á einni eyju þar sem fólk af ólíkum uppruna hefur fest rætur. Íbúar Singapúr eru flestir af kínverskum eða malasískum uppruna en landið, sem öðlaðist sjálfstæði árið 1965, hafði fram að því verið undir stjórn annarra ríkja svo sem Bretlandi, Japan og Malasíu. Í Singapúr er mannlífið því fjölbreytt og borgin iðar af lífi, hvort sem er að nóttu eða degi. Í indverska hverfinu, Little India, einkenndist loftið af framandi kryddum og fögrum litum og sari var til sölu í öðrum hverjum bás. Það var alltaf stutt í brosið og foreldrar stilltu stoltir upp börnum sínum þegar beðið var um mynd. Í kínverska hverfinu, Chinatown, voru einnig góðar móttökur. Þar var að finna mikið af framandi mat, meðal annars grillkjúklingur í þunnum plötum sem reyndist vera hið besta nart á milli mála. Singapúr er um margt ólíkt nágrannalöndum sínum en hagsæld er mun meiri en í mörgum öðrum asískum ríkjum. Sökum þessa einkennist borgin af gríðarlega háum byggingum og turnum, endalausum verslunarmiðstöðvum og alþjóðlegu yfirbragði. Það ríkir mikill agi í samfélaginu og er lögreglan í nánu samstarfi við leigubílstjóra sem eru hálfgerðir leynilögreglumenn og ber þeim að tilkynna lögreglunni ef þeir sjá eitthvað grunsamlegt. Stór hluti kennara er einnig lögreglumenntaður en slíkt er álitið mikilvægur liður í að halda uppi aga í skólum landsins. Það er kannski eitthvað sem við Íslendingar gætum tekið okkur til fyrirmyndar og eflaust ekki úr vegi að bæta nokkrum löggunámskeiðum inn í almennt kennaranám á Íslandi.
Ferðalög Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira