Krufning kostar 95 þúsund 21. október 2004 00:01 Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira