Innlent

Andlát níræðs manns til rannsóknar

Lögregla hefur verið beðin um að rannsaka andlát manns á níræðisaldri í kjölfar höfuðhöggs sem hann fékk á öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Níu klukkustundir liðu frá því hann fékk höfuðhöggið, eftir að hafa fengið aðsvif og dottið í gólfið, og þar til hann var fluttur á spítala. Þá kom í ljós að maðurinn var höfuðkúpubrotinn og blætt hafði inn á heilann og lést hann sex dögum síðar. Ættingjar mannsins sætta sig ekki við skýringar starfsfólks öldrunarheimilisins á atburðarásinni og hafa því óskað eftir lögreglurannsókn. Ekki liggur fyrir hvort rannsókn muni fara fram. RÚV greinir frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×