Innlent

Heimshorfurnar til umræðu

Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði 22. ráðsfundi Evrópska efnahagssvæðisins í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Brussel í gær. EES-ráðið er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EES-ríkjanna, þ.e. EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins, en Ísland lýkur formennsku í ráðinu um áramót. Ræddar voru horfur í Mið-Austurlöndum, samvinna við Afríkusambandið á sviði öryggismála, samskipti við Rússland og þróun mála í Úkraínu. Þá var fjallað um framkvæmd EES-samningsins og voru ráðherrarnir sammála um að rekstur samningsins gengi vel, að því er fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×