Rótleysið eykst með degi hverjum 12. október 2004 00:01 Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira