Aðventuhátíð í faðmi fjalla 9. desember 2004 00:01 Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla. Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla.
Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira