Innlent

Sýknaður af netaveiði

Maður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um brot á lax- og silungsveiði. Hann var ákærður fyrir að hafa lagt net í Ólafsfjarðarvatn um tuttugu metra frá ósi Fjarðarár. Fyrir dómi neitaði maðurinn því að netið hefði verið lagt fyrir ós árinnar og kvað það hafa verið mun lengra frá ósnum en lögreglumennirnir og veiðivörðurinn töldu. Dómurinn sýknaði manninn þar sem rannsókn lögreglu hefði verið ábótavant, til dæmis hefði ekki verið til mynd af netinu í vatninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×