Feluskattar vega upp skattalækkun 9. desember 2004 00:01 Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjónhverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til framkvæmda rétt fyrir næstu kosningar. Nefndi Össur sextán skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. "Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar." Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslugjald fasteigna, 150 krónur á mánuði fyrir til dæmis tuttugu milljóna eign. "Eðlileg krónutöluhækkun til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun." Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: "Meginniðurstðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira." Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. "Miðað við launavísitölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísitölu." Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að persónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skattfrjáls hefði þróunin verið "nokkurn veginn" í takt við verðlag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjónhverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til framkvæmda rétt fyrir næstu kosningar. Nefndi Össur sextán skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. "Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar." Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslugjald fasteigna, 150 krónur á mánuði fyrir til dæmis tuttugu milljóna eign. "Eðlileg krónutöluhækkun til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun." Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: "Meginniðurstðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira." Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. "Miðað við launavísitölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísitölu." Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að persónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skattfrjáls hefði þróunin verið "nokkurn veginn" í takt við verðlag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira