Landbúnaðarráðuneytið kært 9. desember 2004 00:01 Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira