Landbúnaðarráðuneytið kært 9. desember 2004 00:01 Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent