Amazing Race á Íslandi 9. desember 2004 00:01 Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi. Innlent Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira
Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi.
Innlent Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Sjá meira