Viðskipti erlent

OPEC dregur úr framleiðslu

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, munu draga úr olíuframleiðslu strax í byrjun næsta árs til þess að koma í veg fyrir að heimsverð á olíu lækki meira en það hefur gert. Ahmad Fahad Al-Ahmad, olíumálaráðherra Kúvæt, kynnti þetta í gær en í dag funda olíumálaráðherrar ríkjanna í OPEC. Ahmad segir að full samstaða sé innan OPEC um að draga úr framleiðslu og líklega verði það gert í byrjun febrúar. Fulltrúar OPEC eru ósáttir við verðfall á olíu, en verðið hefur lækkað um fjórðung síðan í lok október.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×