Þróunarríki örvænta 26. desember 2004 00:01 Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira