Viðskipti innlent

ASÍ telur gjaldtöku ólöglega

Alþýðusamband Íslands telur 2% uppgreiðslugjald sem bankarnir krefjast í nýju húsnæðislánunum vera ólöglegt. "Við ætlum að skrifa bönkunum og krefja þá skýringa því við teljum þessa gjaldtöku ekki heimila samkvæmt lögum um neytendalán" segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur A.S.Í. Alþýðusambandið birti minnisblað í gær þar sem farið er ofan í saumana á mismunandi tilboðum og kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert eitt svar sé við því hvort það borgi sig að taka húsnæðislán bankanna. Lánum með lægri vöxtum er fagnað en bent á að íslenskur bankamarkaður sé fákeppnismarkaður og hætt við því að kjör bankanna færist í fyrra horf. Því skipti tilvist Íbúðalánasjóðs sköpum. Þá telur A.S.Í. að aukið framboð af lánsfjármagni muni valda þenslu í þjóðfélaginu og reka verði ríkissjóð með umtalsverðum afgangi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×