Viðræður í skugga afsagnar 15. nóvember 2004 00:01 Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. " Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. "
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira