Grátlega erfiður hnútur 9. nóvember 2004 00:01 "Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
"Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira