Leiða Danir sannleikann í ljós? 25. nóvember 2004 00:01 Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun