Innlent

Sakaður um að svíkja öryrkja

Stjórnarandstæðingar sóttu hart að Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær og sökuðu hann um að svíkja fyrirheit sín gagnvart öryrkjum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar las upp úr viðtali við ráðherra í DV 27. nóvember 2003 þar sem haft var eftir Jón hefi sagt að hann hefði þá aðeins getað staðið við 2/3 hluta samningsins við öryrkja. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra svaraði því til að hér rugluðu menn saman samningnum við öryrkja sem hefði falið í sér einn milljarð í hækkanir bóta og hins vegar óskum öryrkjabandalagsins: "Sök mín var sú að vilja berjast áfram fyrir bættum kjörum öryrkja og koma til móts við skilning þeirra". Helgi Hjörvar, Samfylkingu vitnaði til ummæla ráðherra í þingsal fyrir ári og sagði skýrt að hann hefði ekki talað um óskir heldur sjálfan samninginn: "Hvernig er hægt að koma í þennan ræðustól og kannast ekki við sín eigin ummæli án þess að roðna og blána af skömm?"



Fleiri fréttir

Sjá meira


×