Óvíst hvort Hlyngerðið verði lýst 25. nóvember 2004 00:01 Enn ríkir óvissa um hvort Hlyngerði 12 í Reykjavík verði jafn fagurlega skreytt jólaljósum og undangengin níu ár. Sigtryggur Helgason íbúi hefur ekki enn gert upp við sig hvort hann ræðst í verkið en heilsa hans er ekki eins og best væri á kosið. "Ég er ansi framlágur nú um stundir," segir Sigtryggur sem kennir sér ýmissa meina og hefur kuldinn síðustu daga frekar latt hann en hvatt. Sigtryggur vill vitaskuld vinna verkið sjálfur og grípur til líkingar til að útskýra mál sitt: "Það er lítið varið í að fara í golf ef maður fær einhvern annan til að slá kúluna fyrir sig." Hann naut þó aðstoðar tengdasonar síns í fyrra en sá er að flytja þessa dagana og hefur því nóg með sitt. "Ég hef nú reynt að manna mig upp í þetta síðustu daga en ekki tekist að koma mér af stað." Glæsileg og umfangsmikil ljósaskreyting hússins við Hlyngerði hefur vakið mikla athygli vegfarenda síðustu árin og margir gert sér ferð eftir Bústaðaveginum til að berja dýrðina augum, en þaðan sést hús Sigtryggs einstaklega vel. Allra handa ljós hafa þakið hús, þak, tré og runna og sveinkar og aðrir fjörkallar glatt augu yngri kynslóðanna. Og það er ekki einasta almenningur sem hefur hrifist. Orkuveita Reykjavíkur heiðraði Sigtrygg sérstaklega vegna skreytinganna um síðustu jól og sagði í umsögn að verkið væri dæmi um umfangsmikla lýsingu sem vakið hefði mikla athygli vegfarenda undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða að svipur borgarinnar breytist ef engin eru jólaljósin hjá Sigtryggi við Hlyngerði en ekki er öll nótt úti enn. "Ég tek endanlega ákvörðun um þetta um helgina," sagði hann í samtali við Fréttablaðið en ítrekaði að hann þyrfti fyrst og fremst að hugsa um heilsuna enda orðinn 74 ára. Hlyngerðið baðað jólaljósum fyrir nokkrum árum. Innlent Jól Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Nótur fyrir píanó Jól Ó, Jesúbarn blítt Jól Gömul þula Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólakvíði og streita Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Teiknar jólakort og vinnur þau í tölvunni Jól Heimagerður brjóstsykur Jól
Enn ríkir óvissa um hvort Hlyngerði 12 í Reykjavík verði jafn fagurlega skreytt jólaljósum og undangengin níu ár. Sigtryggur Helgason íbúi hefur ekki enn gert upp við sig hvort hann ræðst í verkið en heilsa hans er ekki eins og best væri á kosið. "Ég er ansi framlágur nú um stundir," segir Sigtryggur sem kennir sér ýmissa meina og hefur kuldinn síðustu daga frekar latt hann en hvatt. Sigtryggur vill vitaskuld vinna verkið sjálfur og grípur til líkingar til að útskýra mál sitt: "Það er lítið varið í að fara í golf ef maður fær einhvern annan til að slá kúluna fyrir sig." Hann naut þó aðstoðar tengdasonar síns í fyrra en sá er að flytja þessa dagana og hefur því nóg með sitt. "Ég hef nú reynt að manna mig upp í þetta síðustu daga en ekki tekist að koma mér af stað." Glæsileg og umfangsmikil ljósaskreyting hússins við Hlyngerði hefur vakið mikla athygli vegfarenda síðustu árin og margir gert sér ferð eftir Bústaðaveginum til að berja dýrðina augum, en þaðan sést hús Sigtryggs einstaklega vel. Allra handa ljós hafa þakið hús, þak, tré og runna og sveinkar og aðrir fjörkallar glatt augu yngri kynslóðanna. Og það er ekki einasta almenningur sem hefur hrifist. Orkuveita Reykjavíkur heiðraði Sigtrygg sérstaklega vegna skreytinganna um síðustu jól og sagði í umsögn að verkið væri dæmi um umfangsmikla lýsingu sem vakið hefði mikla athygli vegfarenda undanfarin ár. Óhætt er að fullyrða að svipur borgarinnar breytist ef engin eru jólaljósin hjá Sigtryggi við Hlyngerði en ekki er öll nótt úti enn. "Ég tek endanlega ákvörðun um þetta um helgina," sagði hann í samtali við Fréttablaðið en ítrekaði að hann þyrfti fyrst og fremst að hugsa um heilsuna enda orðinn 74 ára. Hlyngerðið baðað jólaljósum fyrir nokkrum árum.
Innlent Jól Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Ansi margt sem getur fylgt inn á heimilin með jólatrjánum Jól Nótur fyrir píanó Jól Ó, Jesúbarn blítt Jól Gömul þula Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólakvíði og streita Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Teiknar jólakort og vinnur þau í tölvunni Jól Heimagerður brjóstsykur Jól