Burðarás kaupir í Carnegie 25. nóvember 2004 00:01 Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira