Innlent

Slökkvilið aftur kallað að svæði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór að svæði Hringrásar rétt rúmlega tíu í fyrrakvöld vegna reyks og hitamyndunar í öðrum haugnum sem varð til í stórbrunanum á mánudagskvöld. Haugarnir eru tveir og er enn varmi í þeim. Starfsmenn Hringrásar unnu að því að færa til í haugnum til að koma í veg fyrir of mikla hitamyndun. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir engan eld hafa verið í haugnum en þeir hafi ekki þorað öðru en að mæta á staðinn vegna reyksins. Fimm menn á einum bíl fóru á svæðið og sprautuðu á hauginn, þeir fóru ekki aftur fyrr en rúmlega hálf fjögur um nóttina. Haugurinn sem slökkvilið sprautaði á var sá sem færður hafði verið frá eldsupptökunum meðan á slökkvistarfi stóð. Slökkviliðið afhenti lögreglu svæðið formlega klukkan eitt á miðvikudag. Starfsmenn Hringrásar eru með vakt til að fylgjast með haugunum og er slökkviliðið í viðbragðsstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×