Innlent

Nýr meirihluti á Dalvík

Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa aftur tekið upp samstarf um meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur, en því var slitið formlega á laugardag. Upp úr slitnaði vegna skólamála, en sjálfstæðismenn vildu sameina rekstur Húsabakkaskóla og Dalvíkurskóla. Það var nokkuð sem framsóknarmenn sættu sig ekki við. Svanhildur Árnadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar á Dalvík, segir að nefnd muni skoða málið vandlega og ákvörðun verði tekin í byrjun næsta árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×