Viðvörun í anda foringjastjórnmála 1. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokksins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðu Kristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþingis á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðununum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún bar að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru "tvö lið" og bætti við: "eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði." Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórnarflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki "liðinu" í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti réttilega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför ríkisstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknarflokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en núverandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgunblaðinu , á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlgea gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosningum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokksins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðu Kristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþingis á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðununum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún bar að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru "tvö lið" og bætti við: "eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði." Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórnarflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki "liðinu" í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti réttilega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför ríkisstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknarflokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en núverandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgunblaðinu , á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlgea gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosningum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar