Enginn árangur af stjórnarfundi 2. júlí 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira