Erlent

Bretar inn á svæði Bandaríkjahers

Bretar hafa skilning á vanda Bandaríkjahers í Írak og líta vinsamlegum augum á beiðni þeirra um að breskir hermenn taki sér stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers svo Bandaríkjamenn geti ráðist af meiri krafti gegn vígamönnum. Þetta sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands í gær. Því má telja líklegt að Bretar taki sér stöðu nær Bagdad en hingað til. Ítalir eru hins vegar ekki jafn jákvæðir í garð Bandaríkjamanna. Antonio Martino varnarmálaráðherra sagði í gær að það kæmi ekki til greina að flytja ítalska hermenn nær Bagdad þar sem mikið hefur verið um árásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×