Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum 19. október 2004 00:01 Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira