Ákvörðun sem orkar tvímælis 30. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun