Erlent

Steingrímur krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins kom á fund nefndarinnar en Steingrímur J. sagði lítið hafa verið upplýst um atburðarásina frá 17.-19. mars þegar ákvörðunin var tekin. "Við erum rétt að byrja að fara ofan í saumana á þessu." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefnd segir að talsvert af gögnum hafi verið afhent í dag, þar á meðal þjóðréttarleg afstaða ýmissa ríkja. Hins vegar hefði hún vissa fyrirvara á sumum óskum formannsins um gögn. "Hins vegar þegar upp er staðið var þetta pólitísk ákvörðun um að standa með bandamönnum okkar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×