Sjávarhiti mildar norðanáttina 13. október 2004 00:01 Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira