
Viðskipti innlent
Sama lánshæfismat og ríkið

Íbúðalánasjóður er með sama lánshæfismat og íslenska ríkið að mati Moodys sem metur lánshæfi fyrirtækja og opinberra aðila. Sérfræðingar Moodys heimsóttu landið í haust og fóru ítarlega yfir skuldabréfaskipti íbúðalánasjóðs síðastliðið sumar og afleiðingar þess fyrir áhættu og fjárstýringu sjóðsins. Í fréttatilkynningu frá íbúðalánasjóði segir að athygli vekji hvað lánshæfismat íbúðalánasjóðs sé miklu hærra en íslenska bankakerfisins.