Rúrí stefnir íslenska ríkinu 19. desember 2004 00:01 Rúrí. Vísir Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið. Styttur og útilistaverk Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið.
Styttur og útilistaverk Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira